Stuðningsfulltrúi Barnaskóla Hjallastefnunnar snýr ekki aftur til starfa

Margrét Pála segir skýrar niðurstöður liggja fyrir í málinu.
Margrét Pála segir skýrar niðurstöður liggja fyrir í málinu. Ljósmynd/Steinar H

Stuðningsfulltrúi Barnaskóla Hjallastefnunnar, sem grunaður var um að hafa beitt börn ofbeldi, mun ekki snúa aftur til starfa hjá skólanum í haust. Málinu telst nú lokið af hálfu Barnaverndarnefndar Reykjavíkur.

Samkvæmt tilkynningu frá Hjallastefnunni er það sameiginleg niðurstaða í málinu að starfsmaðurinn snúi ekki aftur til starfa. Barnaverndarnefnd telur að erfiðar aðstæður og álag hafi skapast og viðbrögð viðkomandi starfsmanns hafi í einhverjum tilvikum ekki verið eins og best hefði verið á kosið.

Í niðurstöðu Barnaverndar kemur fram að ekki þykir ástæða til þess að óska eftir lögreglurannsókn. Mál skólastjóra Barnaskólans hafði áður verið fellt niður af hálfu Barnaverndarnefndar. Skólastjórinn er því kominn aftur til starfa og mun kenna við skólann næsta vetur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert