„Þess­ir veg­ir eru stór­hættu­leg­ir“

Vegurinn liggur um þjóðgarðinn á Þingvöllum.
Vegurinn liggur um þjóðgarðinn á Þingvöllum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Vegurinn er bara ein og hálf bílbreidd og þegar menn sýna glannaakstur þá er þetta skelfilegt,“ segir Magnús H. Valdimarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Time Tours, í samtali við mbl.is. Rúta á vegum fyrirtækisins fór út af Gjábakkavegi á Þingvöllum í gær en engin alvarleg slys urðu á fólki.

43 farþegar voru í rútunni en Magnús segir það mikla mildi að allir hafi verið í belti. 

Það kom bíll á blússandi ferð á móti rútunni sem fór í kant og vegöxlin gaf sig. Vegurinn er mjög slæmur, það er brotið upp úr malbikinu hingað og þangað,“ segir Magnús og bætir við að verr hefði getað farið en þakkar góðum bílstjóra sínum að svo fór ekki.

Hann segir að það þurfi að taka til hendinni í sambandi við vegakerfið. „Þessir vegir eru stórhættulegir, ekki bara þarna heldur víða annars staðar. Vegurinn í Gullna hringnum er hræðilegur, það er eins og fólk sé í rússíbana.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert