Virði reglur um hvíldartíma

Samgöngustofa brýnir fyrir atvinnubílstjórum stórra ökutækja að virða reglur um …
Samgöngustofa brýnir fyrir atvinnubílstjórum stórra ökutækja að virða reglur um hvíldartíma. mbl.is/RAX

Samgöngustofa brýnir fyrir atvinnubílstjórum stórra ökutækja, til að mynda hópferðabifreiða, að virða reglur um hvíldartíma og aka af stað óþreyttir. Aksturstími hvern dag skal ekki vera lengri en níu klukkustundir og hlé skal gera á akstri eftir 4,5 klukkustunda akstur. 

Í tilkynningu frá Samgöngustofu segir að reglur um aksturs- og hvíldartíma séu ekki settar að ástæðulausu, heldur sé markmið þeirra að auka öryggi í umferðinni og vinnuvernd ökumanna. Atvinnubílstjórar eigi „ekki undir neinum kringumstæðum að þurfa að aka óhóflega lengi í senn þannig að velferð og öryggi farþega og annarra vegfarenda sé hætta búin.“

Þá er bent á að fyrirtækjum er skylt að varðveita upplýsingar úr rafrænum ökuritum um akstur sinna bifreiða og ökumanna á þeirra snærum og að þeim beri að veita eftirlitsmönnum þessar upplýsingar sé þess óskað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert