Alvarlegt vinnuslys í Keflavík

Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík.
Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Alvarlegt vinnuslys varð í Plastgerð Suðurnesja um hádegið. Maður klemmdist illa í vinnuvél og hefur verið fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Þetta staðfesti lögreglan á Suðurnesjum í samtali við mbl.is. 

RÚV greindi frá því að maðurinn hefði verið fluttur á sjúkrahús í lögreglufylgd til þess að hann kæmist sem fyrst undir læknishendur. Maðurinn er kominn á sjúkrahús en ekki er vitað um líðan hans. Rannsóknardeild er nú á staðnum og rannsakar tildrög slyssins. 

Uppfært 14.24:
Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja klemmdist maðurinn á búk og þurfti öndunaraðstoð þegar sjúkraliðar komu á vettvang. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert