Ferðamenn fóru í morgunbað í Ölfusá

Tveir menn baða sig í Ölfusánni.
Tveir menn baða sig í Ölfusánni. Ljósmynd/Sigurjón V. Hafsteinsson

„Það er þónokkur straumur þarna og þótt áin virðist lygn á þessari mynd leynir hún á sér,“ segir Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem sá tvo ferðamenn baða sig við Hrefnutanga í Ölfusá um níuleytið í gærmorgun.

Sigurjón var við veiðar í ánni ásamt frænda sínum er þeir sáu ferðamennina vaða út í ána.

„Þeir voru ofan í ánni í næstum því mínútu,“ segir Sigurjón, sem myndi síður mæla með því að menn böðuðu sig í Ölfusánni, sem er vatnsmesta fljót á Íslandi og víða straumhörð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert