Hávertíð skemmtiferðaskipanna

Fjölmenni var við höfnina í fyrradag þegar þrjú skemmtiferðaskip voru …
Fjölmenni var við höfnina í fyrradag þegar þrjú skemmtiferðaskip voru þar samtímis. mbl.is/RAX

Vertíð skemmtiferðaskipanna mun ná hámarki á næstunni. Á miðvikudaginn voru þrjú skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn í Reykjavík. Um borð voru rúmlega 5.500 farþegar og í áhöfn skipanna rúmlega 2.200 manns.

Skipin sem um ræðir voru Mein Schiff 4, sem er 99.430 brúttótonn, Sea Princess, 77.500 tonn, og Aidavita, sem er 42.300 tonn. Brúttótonnafjöldinn var því vel yfir 200 þúsund, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Á morgun, laugardag, er skemmtiferðaskipið Norwegian Jade væntanlegt í sína fyrstu heimsókn til Reykjavíkur. Skipið er 93.558 brúttótonn, farþegar eru 2.466 og í áhöfn eru 1.076. Það mun leggjast að Skarfabakka klukkan átta að morgni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert