Í toppstandi þrátt fyrir háan aldur

Þrátt fyrir háan aldur gengur dráttarvélin eins og ekkert sé.
Þrátt fyrir háan aldur gengur dráttarvélin eins og ekkert sé. mbl.is/Atli

„Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði.

Undanfarna daga hefur verið hitabylgja og þurrkur á Norðausturlandi, sem er að sögn Helga Þórs kærkomin tilbreyting frá miklum rigningum undanfarið.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag segist Helgi Þór vonast til að geta klárað slátt þann daginn, en hann slær aðeins einu sinni, ólíkt mörgum öðrum bændum sem slá fyrri og seinni slátt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert