Milljónatjón vegna röskunar ferða

Gísli Matthías ásamt sameigendum sínum. Hann segir röskun ferða skaða …
Gísli Matthías ásamt sameigendum sínum. Hann segir röskun ferða skaða ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum.

Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.

Gísli Matthías Auðunsson, einn eigenda veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum, segir ótryggar samgöngur á háannatíma hafa gríðarleg áhrif og bæta gráu ofan á svart. „Þetta er alveg hræðilegt eins og þetta er búið að vera undanfarið ár. Það hjálpaði ekki til að Herjólfur fór utan í slipp í maí.“

Júlí er aðalmánuður ársins að sögn Gísla Matthíasar. „Þá tvo daga sem samgöngur voru tæpar í júlí misstum við fimm hópa. Það má áætla að tap vegna þess sé um 2,5 milljónir króna. Fastur kostnaður, hráefni og starfsmannahald helst óbreytt þó svo Herjólfur sigli ekki. Fréttir af ótryggum samgöngum valda líka skaða,“ segir Gísli Matthías og bendir á að öll óvissa skemmi traust til ferðaþjónustunnar. „Ég held að fólk sé mjög ósátt við stöðu mála. Við verðum að halda í bjartsýnina, hafa trú á nýju skipi og að farið verði í endurbætur á Landeyjahöfn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert