Tunguliprir sölumenn teknir höndum

Aðferðir sölumannanna eru sagðar vel þekktar.
Aðferðir sölumannanna eru sagðar vel þekktar. mbl.is/Golli

Tveir sölumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag, en lögreglan varaði við þeim í byrjun vikunnar vegna grunsemda um fjársvik.

Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni. Þar kemur fram að sölumennirnir, sem eru erlendir ríkisborgarar, hafi selt fatnað á förnum vegi. Flíkurnar hafi hins vegar ekki reynst vera í þeim gæðaflokki sem fullyrt hafði verið.

„Við húsleit á dvalarstað mannanna, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, var lagt hald á nokkra tugi jakka. Þar var einnig að finna fjármuni, en lögreglan skilaði peningum til eins viðskiptavina þessara óprúttnu sölumanna, en sá hafði keypt af þeim nokkra jakka í góðri trú,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Aðferðir þessara sölumanna eru vel þekktar, en starfsbræður þeirra hafa sömuleiðis komið við sögu hjá lögregluliðum í öðrum löndum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert