Unnið á öllum vígstöðvum á Bakka við Húsavík

Framkvæmdir ganga nú vel við kísilmálmverksmiðju PCC við Húsavík.
Framkvæmdir ganga nú vel við kísilmálmverksmiðju PCC við Húsavík. mbl.is/Helgi

„Það er ótrúlegur gangur þessa dagana og liggur við að hægt sé að sjá mun frá degi til dags. Það má segja að verkefnið sé á lokametrunum.“

Þetta segir Snæbjörn Sigurðsson, verkefnastjóri Norðurþings, í Morgunblaðinu í dag og vísar í máli sínu til framkvæmda á Bakka við Húsavík við kísilmálmverksmiðju PCC Bakka Silicon hf.

Snæbjörn segir að á fimmta hundrað manns starfi nú á Bakka í uppbyggingunni. „Það er verið að reisa stálgrindarhús; það er verið að steypa undirstöður undir hús; það er verið að setja saman ofnana sjálfa sem verða í verksmiðjunni og það er verið að setja upp reykræstikerfið,“ segir  Snæbjörn og bætir við að verið væri að vinna „á öllum vígstöðvum“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert