Urriðavatn fær votlendið aftur

Samningur um endurheimt votlendis við Urriðavatn undirritaður.
Samningur um endurheimt votlendis við Urriðavatn undirritaður.

Undirritaður var samningur á milli Garðabæjar, Toyota á Íslandi ehf., Urriðaholts ehf., Landgræðslu ríkisins og Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. um endurheimt votlendis við Urriðavatn í Garðabæ í gær.

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir, tók fyrstu skóflustunguna að verkefninu með gríðarstórri vélskóflu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Toyota á Íslandi hafði frumkvæði að framkvæmdinni og styrkir hana að mestu. Urriðavatn og umhverfi er á náttúruminjaskrá og markmið verkefnisins er að færa land í átt til fyrra horfs, skapa lífsskilyrði fyrir gróður og dýralíf en skapa einnig aukið svigrúm fyrir útivistaraðstöðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert