Varðhald framlengt um fjórar vikur

Lögreglan á vettvangi í Mosfellsdal.
Lögreglan á vettvangi í Mosfellsdal. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana 7. júní síðastliðinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi í morgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn. 

Sveinn Gest­ur Tryggva­son mun því sæta gæsluvarðhaldi í að minnsta kosti tíu vikur en nú þegar eru sex vikur liðnar frá því hann var dæmdur í varðhald. Gefa þarf út ákæru innan tólf vikna frá því að menn eru dæmdir í gæsluvarðhald. 

Grímur segir að rannsóknin sé langt komin, verið sé að hnýta síðustu enda málsins. Beðið er eftir síðustu niðurstöðum tæknirannsókna og hugsanlega þarf að yfirheyra meira vegna málsins. 

Fimm aðrir voru upp­haf­lega úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald en þau eru enn grunuð um aðild að mann­dráp­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert