Deilur á milli fyrrverandi sóknarprests og kirkjuráðs um afhendingu Staðastaðar

Enginn hefur búið í prestsbústaðnum í eitt og hálft ár.
Enginn hefur búið í prestsbústaðnum í eitt og hálft ár. mbl.is/Sigurður Bogi

Deilur standa á milli fyrrverandi sóknarprests á Staðastað, séra Páls Ágústs Ólafssonar, og kirkjuráðs. Snúast deilurnar um hvenær Páli sé skylt að afhenda prestsbústaðinn.

Að sögn Biskupsstofu var Páli gefinn frestur til 12. júlí sl. til að skila húsinu. Páll neitaði hins vegar með svarbréfi 3. júlí síðastliðinn að afhenda lykla að íbúðarhúsinu. Lýsti hann því yfir að ábúðarlög ættu við og að hann gæti setið staðið fram á vor 2018.

Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir þá dagsetningu, sem var gefin fráfarandi sóknarpresti til að skila húsnæðinu, vera liðna. Undirbúa þurfi húsið fyrir næsta prest. Ekki hefur verið búið í prestsbústaðnum síðan mygla kom upp í honum veturinn 2015, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert