Handtóku manninn í Breiðholtinu

Báðir bílarnir eru taldir gjörónýtir eftir íkveikjuna. Sá rauði varð …
Báðir bílarnir eru taldir gjörónýtir eftir íkveikjuna. Sá rauði varð að sögn sjónarvotta fljótt alelda. Ljósmynd/Aðsend

Lögreglan hefur handtekið manninn sem grunaður er um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í gær. Þegar lögregla fann manninn hafði hann reynt að kveikja í mottu í fjölbýlishúsi. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fannst maðurinn í Breiðholtinu um kvöldmatarleytið í gær þar sem hann reyndi að kveikja í mottu  í fjölbýlishúsi í Vesturbergi. Hann hafði stungið af frá vett­vangi en með hjálp sjón­ar­votta var fundið út hver hann væri. 

Tekin verður skýrsla af manninum í dag en ekki er vitað hvað honum gekk til. 

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu var kallað að bif­reið hjá Vogi eft­ir að eld­ur kom þar upp í gærdag. Bif­reiðin varð al­elda og er gjör­ónýt en einnig kviknaði í ann­arri bif­reið sem stóð við hlið henn­ar. Sú var í eigu starfsmanns á Vogi.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert