Kviknaði í tveimur bílum við Vog

Báðir bílarnir eru taldir gjörónýtir eftir íkveikjuna. Sá rauði varð …
Báðir bílarnir eru taldir gjörónýtir eftir íkveikjuna. Sá rauði varð að sögn sjónarvotta fljótt alelda. Ljósmynd/Aðsend

Kveikt var í bíl í gær sem stóð utan við sjúkrahúsið Vog við Stórhöfða í Reykjavík. Lögreglan hefur ákveðinn einstakling grunaðan um athæfið, en sá stakk af frá vettvangi. Hans var leitað í gær.

Ekki er vitað með hvaða hætti maðurinn kveikti í bílnum, sem varð alelda á skammri stundu, að sögn sjónarvotta.

Eldurinn læsti sig í næsta bíl á bílastæðinu og eru báðir bílarnir gjörónýtir. Þá náði kona ásamt litlu barni naumlega að forðast það að eldurinn bærist í bíl þeirra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert