Leitinni frestað um sinn

Frá leitinni á miðvikudag.
Frá leitinni á miðvikudag. mbl.is/Eggert

Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Segir þar að leitin hafi því miður ekki skilað árangri. Því hafi verið ákveðið að fresta leit um sinn, en Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum muni hafa eftirlit með nokkrum stöðum við ána næstu daga.

„Lögreglan vill enn og aftur ítreka þakkir sínar til allra þeirra sem lagt hafa leitinni lið, sem hefur verið á mjög erfiðu og hættulegu svæði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert