Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

Fólk, jeppar og og fellihýsafloti í Ásbyrgi í dag.
Fólk, jeppar og og fellihýsafloti í Ásbyrgi í dag. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku.

Íslendingar eru áberandi í hópi Ásbyrgisgesta nú. Gjarnan er það fólk til dæmis frá Akureyri eða Eyjafjarðarsvæðinu sem notar tækifæri í góða veðrinu og fer hóflega langt í útilegu. Þá sést fólk að sunnan á svæðinu og aðrir eru komnir frá fjarlægari slóðum. Margir gista í tjöldum en aðrir eru með vagna eða fellihýsi, sem nálgast að vera fasteign á hjólum.

Allt á svæðinu gengur eins og í sögu. Fólk situr gjarnan við tjaldskörina og sleikir sólskinið, krakkar eru í leikjum og vænta má að í kvöld verði grillað við flest tjöld.

Guðmundur Ögmundsson.
Guðmundur Ögmundsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert