Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

Nokkur mengunartilfelli hafa komið upp í Varmá í sumar.
Nokkur mengunartilfelli hafa komið upp í Varmá í sumar. mbl.is/Golli

Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is.

Greint var frá því að gerla­meng­un hefði mælst í Varmá en tek­in voru fimm sýni 14. og 17. júlí síðastliðinn, tvö í Varmá, tvö í Marka­læk og eitt úr of­an­vatns­stút frá Reykjalundi.

„Það geta verið margar uppsprettur og ég býst frekar við að það séu rotþrær sem þarf að tæma eða eru ekki fullnægjandi. Mengunin getur líka komið frá dýraúrgangi,“ segir Árni. 

Stefnt er því að taka fleiri sýni úr Varmá til þess að sjá hvaðan mengunin kemur en búið er að einangra eina uppsprettu í skurði sem rennur í Markalæk. Komi í ljós að uppsprettan sé gölluð rotþró við íbúðarhús segir Árni að gerð sé krafa um að úr því verði bætt. 

Hann segir hins vegar að enn sé á huldu hvað hafi drepið fiskana. „Ef það skolast hratt úr rotþró getur komið ammoníak í ánna en mér finnst það ólíkleg skýring.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert