Nafn mannsins sem lést í vinnuslysinu

Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær hét Pawel Giniewicz. Hann er pólskur og hefur búið á Íslandi í nokkur ár en ættingjar hans búa erlendis. Pawel var fæddur árið 1985.

Greint var frá al­var­legu vinnu­slys í Plast­gerð Suður­nesja um há­degið í gær og að maður hefði verið flutt­ur á slysa­deild Land­spít­al­ans til aðhlynn­ing­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu var Pawel að hreinsa vél sem steyp­ir frauðplast­kassa þegar hún fór skyndi­lega af stað og varð hann und­ir einu af mót­un­um. Hann þurfti önd­un­araðstoð þegar sjúkra­liðar komu á vett­vang og lést af áverk­um sín­um á slysa­deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert