Tafirnar kosta mikið fé

Svona mun Landssímahúsið líta út eftir breytingu, samkvæmt nýjustu tillögu …
Svona mun Landssímahúsið líta út eftir breytingu, samkvæmt nýjustu tillögu arkitekta. Tölvumynd/THG arkitektar

Fyrirhugað glæsihótel í Landssímahúsinu við Austurvöll verður í fyrsta lagi opnað rúmu ári á eftir áætlun. Heimildarmaður blaðsins, sem þekkir til Landssímareitsins, segir vanhæfni í borgarkerfinu skýra tafir.

Stjórnkerfið ráði ekki við málið. Framkvæmdir við einstaka þætti séu bannaðar, þótt þær séu í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Viðmælendur Morgunblaðsins í verktakageiranum, bankakerfinu og ferðaþjónustu nefndu mörg lík dæmi. Fjöldi aðila hafi tapað fé við fjárfestingar í miðborginni að undanförnu vegna óþarfa tafa. Til dæmis hafi veitingamenn þurft að borga laun án tekna vegna óvæntra tafa. Þá hafi fjárfestar orðið af leigutekjum, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert