Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

Ljósmynd/Smári Sigurðsson

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið  var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

Konan var komin um borð í þyrluna klukkan hálf þrjú í dag og flutti þyrlan bæði konuna af vettvangi og björgunarsveitarfólki sem var á leið á vettvang úr byggð var snúið við.

Ljósmynd/Smári Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert