Hafa sett vinnulag um miðlun upplýsinga á Þjóðhátíð

Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, mun halda sama skipulagi varðandi veitingu upplýsinga af afbrotum á Þjóðhátíð og verið hefur síðustu ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum að loknum reglulegum undirbúningsfundi með helstu viðbragðsaðilum vegna Þjóðhátíðar Vestmannaeyja árið 2017.

Í tilkynningu lögreglustjórans segir að „meðal þess sem var kynnt var vinnulag lögreglu við miðlun upplýsinga. Eins og áður verða allar upplýsingar um verkefni lögreglu veittar um leið og búið verður að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert