Vinnuslys á Suðurlandi

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi.

Þetta staðfestir lögreglan á Hvolsvelli í samtali við mbl.is. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu en hann fékk yfir sig einhvern hlut samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Lögreglumenn eru nýlega komnir á staðinn svo ekki liggur ljóst fyrir hver tildrög slyssins voru. Talið er að maðurinn sé með opið beinbrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert