25 stig, blankalogn og glampandi sól

Fólk í Hallormsstaðarskógi naut eins besta dags sumarsins.
Fólk í Hallormsstaðarskógi naut eins besta dags sumarsins. Ljósmynd/Bergrún Arna Þorsteinsdóttir

Það var sannkölluð veðurblíða í Hallormsstaðarskógi í dag þar sem rekin eru tvö tjaldsvæði. Hitastigið fór upp í 25 gráður samkvæmt löggiltum hitamælum á svæðinu og segir aðstoðarskógarvörður að í skógarrjóðrum hafi það líklega verið nær 26 eða 27 stigum. 

„Hér eru 25 stig, blankalogn og glampandi sól,“ segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður. Veðurfarið endurspeglast í fjölda gesta á tjaldsvæðinu en um 600 - 700 manns gistu þar síðustu nótt. Bergrún segir að það tæmist alltaf þó nokkuð yfir daginn en á kvöldin fyllist í skörðin. 

Tjaldsvæðin í skóginum eru tvö, Atlavík og Höfðavík. Atlavík er innan við þéttbýliskjarnann á Hallormsstað en Höfðavík svæðið utan hans. Svæðið skiptist í fjóra hluta sem eru afmarkaðir með birkiskógi. 

Um 600 - 700 manns gistu í Hallormsstaðarskógi síðustu nótt.
Um 600 - 700 manns gistu í Hallormsstaðarskógi síðustu nótt. Ljósmynd/Bergrún Arna Þorsteinsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert