Á bráðamóttöku á Íslandi

Raunveruleikasérían The Real Housewives of Orange County hefur verið sýnd …
Raunveruleikasérían The Real Housewives of Orange County hefur verið sýnd í um tíu ár. Gunvalson er fyrir miðju.

Ein aðalstjarna raunveruleikaþáttanna bandarísku The Real Housewives of Orange County, Vicki Gunvalson, endaði á bráðamóttöku á Íslandi við upptökur á nýjustu þáttaröðinni. Í þessari raunveruleikaseríu, sem hefur í mörg ár verið sýnd hérlendis hjá Sjónvarpi Símans, er fylgst með lífi fimm húsmæðra í ríkisbubbasamfélagi í Kaliforníu en í einum þættinum ferðast þær til Íslands.

„Ég veit ekki hvort þú hefur nokkurn tímann komið á íslenskan spítala en bráðamóttakan þar um miðja nótt, það er ekki eitthvað sem þú vilt gera. Þetta var ekki mín besta lífsreynsla,“ sagði Lydia McLaughlin í viðtali við RadarOnline en hún ásamt fleirum eyddi nóttinni á bráðamóttökunni með Gunvalson. McLaughlin fór ekki nánar út í hvað kom fyrir vinkonu hennar úr þáttunum en henni heilsast vel í dag að því er fram kom í viðtalinu þrátt fyrir að ferðin hafi ekki farið eins og til var ætlast.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert