Góða veðrið flytur vestur í vikunni

Snætt við Austurvöll í bongóblíðu.
Snætt við Austurvöll í bongóblíðu. Eggert Jóhannesson

Spáð er blíðskaparveðri á Norðvesturlandi næstu tvo daga en þá tekur kólna lítillega. Hins vegar verður 12-14 gráðu hiti og skýjað á Suðvesturlandi á morgun og hinn en svo hlýnar eftir því sem líður á vikuna. Þetta segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. 

Næstu tvo daga eru suðlægar áttir og gæti hitinn farið upp í 25 stig á Norðvesturlandi. Á meðan verða hitinn á Suðvesturlandi um 12-14 gráður og verður skýjað á köflum. Á miðvikudaginn verður áttin austlægari og hlýjast vestanlands. Gera má ráð fyrir að þar fari hitinn yfir 20 stig. 

Veðurvefur mbl.is

Á fimmtudaginn snýst hann í norðanátt og þá verður svalara norðvestan til á landinu en hlýjast á suðvesturhorninu. Þar birtir einnig til og gæti hitinn þar farið upp í 20 stig á föstudaginn.

Það mun birta til á Vesturlandi þegar líður á vikuna en gera má ráð fyrir þokulofti og skýjabökkum á Austurlandi. Almennt verður úrkomulítið næstu daga en líkur eru á rigningu á Austurlandi þegar fer að þykkna upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert