„Hjartans þakkir fyrir allt sem þið gerðuð“

Fjölskylda Jennýjar Lilju afhenti Björgunarfélaginu Eyvindi gjöfina.
Fjölskylda Jennýjar Lilju afhenti Björgunarfélaginu Eyvindi gjöfina.

Foreldrar Jennýjar Lilju, þriggja ára stúlku sem lést í slysi í október árið 2015, hafa fært Björgunarfélaginu Eyvindi öndunarvél og súrefnismettunarmæli að gjöf. Tækin eru ætluð til að hafa í bíl vettvangshóps björgunarfélagsins. Félagar í Eyvindi komu fyrstir að slysinu sem varð við sveitabæ í Biskupstungum.

„Það veitti okkur mikla von og styrk að fá ykkur svona fljótt en vettvangshópur Eyvindar voru fyrsti viðbragðsaðili á slysstað sem sýnir mikilvægi starfsemi hans,“ segir í þakkarbréfi fjölskyldunnar til björgunarfélagsins. Mbl.is fékk bréfið sent til birtingar.

„Fagmennska, styrkur, virðing og umhyggja er það sem einkenndi aðkomu ykkar að slysinu þar sem dóttir okkar og systir Jenný Lilja lést 3 ára að aldri.

Það sem skiptir máli þegar maður lítur til baka er að þið sýnduð okkur og Jennýju Lilju virðingu.

Hjartans þakkir fyrir allt sem þið gerðuð fyrir okkur fjölskylduna.“

Undir þakkarbréfið skrifa foreldrar Jennýjar Lilju, Rebekka og Gunnar, fyrir hönd minningarsjóðs um hana.

Fjölskyldan færði björgunarfélaginu góðar gjafir sem nota á í bílum …
Fjölskyldan færði björgunarfélaginu góðar gjafir sem nota á í bílum félagsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert