Tilkynnt um mann í sjónum við Granda

mbl.is/Þórður
<span>Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hefði fallið í sjóinn við Grandagarð í Reykjavík.</span> <span>Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi komið sér sjálfur í land. Var honum svo veitt viðeigandi aðhlynning, eins og það er orðað í tilkynningu lögreglunnar.</span>

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í nótt að venju.

<span> </span> <span>Rúmlega 3 í nótt var tilkynnt um slagsmál í miðbænum. Einn maður hafði verið skallaður en hann leitaði sjálfur aðhlynningar á slysadeild Landspítalans. Gerandinn var handtekinn og er vistaður í fangaklefa.</span> <span> </span> <span>Þá stöðvaði lögreglan fjóra menn vegna gruns um ölvun við akstur á klukkustund milli klukkan 3.40 og 4.40 í nótt. allir reyndust bílstjórarnir vera ölvaðir. Einn hafði þegar verið sviptur ökuréttindum og annar var ekki með gild réttindi til að aka bíl.</span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert