„Ætlum að vinna mótið í stúkunni“

Fjöldi manns fylgdist með leik Íslands og Sviss um helgina, …
Fjöldi manns fylgdist með leik Íslands og Sviss um helgina, m.a. á EM-torginu í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

„Í viðtölum við stelpurnar sögðust þær ætla að klára þetta með stæl. Það ætla stuðningsmennirnir líka að gera og vinna mótið í stúkunni.“

Þetta segir Þór Bæring hjá Gaman ferðum sem er með hóp Íslendinga í Hollandi að fylgjast með leikjum kvennalandsliðsins.

Eftir tapið gegn Sviss á laugardaginn, og jafntefli Frakka og Austurríkis þá um kvöldið, á Ísland ekki lengur möguleika á að komast áfram á EM. Síðasti leikur í riðlinum er gegn Austurríki í Rotterdam á miðvikudag. Þar er búist við fjölda stuðningsmanna Íslands, sem og fulltrúum frá Tólfunni, stuðningsmannaklúbbi landsliðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert