Búið að veiða yfir þrjátíu tarfa síðan veiðitímabilið hófst

Veiðar á hreindýratörfum hefjast fyrr en veiðar á kvígum.
Veiðar á hreindýratörfum hefjast fyrr en veiðar á kvígum.

Hreindýraveiðatímabilið austanlands fer ágætlega af stað og búið er að veiða rúmlega 30 tarfa. Vel hefur viðrað til veiða.

„Það hefur verið þoka aðeins inni á Héraðssvæðunum, en annars verið mjög fínt,“ segir Jóhann Guttormur Gunnarsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

Veiðar á törfum eru leyfðar frá 15. júlí til 15. september, en ekki má veiða kýr fyrr en um mánaðamótin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert