Dyrfjallahlaup í veðurblíðu

Sællegir hlauparar nálgast endamarkið í Bakkagerði.
Sællegir hlauparar nálgast endamarkið í Bakkagerði. Ljósmynd/Torfi Bergsson

„Þetta gekk bara fáránlega vel, það var eiginlega bara rugl hvað þetta gekk vel,“ segir Óttar Már Kárason, formaður Ungmennafélags Borgfirðinga á Borgarfirði eystra, um Dyrfjallahlaup sem haldið var á laugardag.

Tæplega 170 hlauparar tóku þátt í hlaupinu, sem haldið var í fyrsta sinn. Alls er hlaupaleiðin 23 kílómetrar, með 1.087 metra heildarhækkun. Arnar Pétursson, hlaupari úr ÍR, var fyrstur í mark á tveimur klukkustundum og átta mínútum.

Óttar segir þátttakendur hafa verið afar ánægða með hlaupið og stefnt sé að því að halda það aftur að ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert