Komið í lag fyrir miðnætti

Ljós­leiðari á Vest­fjörðum fór í sund­ur klukk­an hálft­vö í dag, …
Ljós­leiðari á Vest­fjörðum fór í sund­ur klukk­an hálft­vö í dag, með þeim af­leiðing­um að trufl­an­ir voru á út­varps­send­ing­um, sjón­varps­send­ing­um og net­sam­bandi um alla Vest­f­irði. Sigurður Bogi Sævarsson

Fjarskiptatruflanir á Vestfjörðum eru að mestu leyti komnar í lag, þar sem flétta 1 er komin í loftið, sem nær til 99,9% landsmanna. Vonast er til að öllum fjarskiptaörðugleikum á svæðinu ljúki fyrir miðnætti.

Ljós­leiðari á Vest­fjörðum fór í sund­ur klukk­an hálft­vö í dag, með þeim af­leiðing­um að trufl­an­ir voru á út­varps­send­ing­um, sjón­varps­send­ing­um og net­sam­bandi. Ljós­leiðara­streng­ur­inn rofnaði milli Kross­holts og Þver­ár og olli trufl­un­um um alla Vest­f­irði. 

Tæknimenn á vegum Mílu eru komnir á staðinn, en Míla er þjónustuaðili fyrir ljósleiðarastrenginn sem fór í sundur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa Vodafone, Báru Mjöll Þórðardóttur.

Þeir viðskiptavinir sem ná fléttu 1 geta því náð sjónvarpssambandi. Einnig nást Rás 1, Rás 2 og Bylgjan í gegnum FM-dreifikerfið í lofti. Netsamband næst nú á einhverjum stöðum en það gæti verið hægvirkt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert