Taka saman mat fyrir fimm þúsund skáta

Davíð Snorrason og Jón Ingvar Bragason við matarbirgðir sem pakkað …
Davíð Snorrason og Jón Ingvar Bragason við matarbirgðir sem pakkað var í Laugardalshöll. mbl.is/Árni Sæberg

Undirbúningur fyrir alþjóðlega skátamótið, World Scout Moot, er nú á lokametrunum, en um fimm þúsund skátar hvaðanæva taka þátt í mótinu sem hefst á morgun.

Sjálfboðaliðar í Laugardalshöll unnu hörðum höndum að því að taka saman mat fyrir allan þennan fjölda. „Þetta er gríðarlega umfangsmikið, að pakka saman mat fyrir fimm þúsund manns í nokkra daga,“ segir Jón Ingvar Bragason, einn skipuleggjenda skátamótsins, í Morgunblaðinu í dag.

„Við fengum hátt í 40 bretti bara af ávöxtum og í kvöld [gærkvöld] geri ég ráð fyrir að fá 25 þúsund brauð, þannig að þetta er ekkert smá magn,“ segir Jón Ingvar ennfremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert