Slysahætta gæti aukist

Slysahætta fylgir auknum umsvifum í byggingariðnaði.
Slysahætta fylgir auknum umsvifum í byggingariðnaði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, óttast að vinnuslysum fjölgi vegna efnahagsuppgangs í íslensku samfélagi. Á uppgangsárunum fyrir efnahagshrunið árið 2008 fjölgaði vinnuslysum mjög.

Nokkur banaslys hafa orðið í sumar þar sem menn voru við vinnu. Að sögn Kristins merkir Vinnueftirlitið ekki enn fjölgun slysa, en hann nefnir að í uppgangi geti tilkynningum um slys einnig fækkað.

„Við höfum áhyggjur af því að þegar efnahagurinn er í svona mikilli sveiflu eins og núna, að þá rækti menn ekki tilkynningarskylduna eins og þegar tíðin er rólegri,“ segir hann og nefnir einnig að þegar lítið atvinnuleysi sé, verði ráðningarstaða sums starfsfólks oft óljósari og ráðningarsamningar sömuleiðis. 

„Ferðaþjónustan er ekki undanskilin í þessu. Hún er miklu flóknari málaflokkur heldur en byggingarbransinn, hann er frekar afmarkaður. Það er kominn mikill hraði í ferða- þjónustuna,“ segir hann.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann sumarleyfi fastráðinna á vinnustöðum einnig geta orðið til þess að hætta á slysum aukist vegna minni reynslu sumarstarfsmanna. Kristinn óttast að erlendir starfsmenn hafi ekki jafnmikla vitneskju og innlendir um réttindi sín á íslenskum vinnumarkaði. Hann nefnir í þessu sambandi að það sé lykilatriði að ráðningarsamningar og -sambönd séu skýr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert