Strætó mun bregðast við álaginu

Skátamótið World Scout Moot fer fram hér á landi í …
Skátamótið World Scout Moot fer fram hér á landi í lok júlí. Ljósmynd/aðsend

„Við munum vinna þetta í samvinnu og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, en fyrirtækið mun á næstu dögum bregðast við auknu álagi vegna fjölda erlendra skáta sem komnir eru hingað til lands á alþjóðlegt skátamót.

Um er að ræða nokkur þúsund erlenda skáta sem taka þátt í World Scout Moot, sem hefst á morgun, en stór hluti þeirra mun nýta sér almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Guðmundar verður aukavagn til taks ef fjöldinn á leiðum sem skátarnir munu nýta sér verður of mikill fyrir vagna sem sinna reglubundnum ferðum.

Móts­svæðið er Laug­ar­dals­höll og munu skát­arn­ir gista í 11 skól­um um höfuðborg­ar­svæðið. Banda­lag ís­lenskra skáta gaf út til­kynn­ingu vegna þessa, þar sem þau tjáðu áhyggj­ur sín­ar um að skát­ar myndu sprengja al­mennigs­sam­göngu­kerfi Reykja­vík­ur­borg­ar ef Strætó brygðist ekki við. 

Til þess að bregðast við álag­inu mun Strætó senda út auka­vagna eft­ir bestu getu á þær leiðir þar sem álagið kann að vera sem mest. Full­trú­ar skáta­hreyf­ing­ar­inn­ar munu á sama tíma reyna að dreifa álag­inu í vagn­ana eins mikið og mögu­legt er.

Guðmundur bendir á að þegar álag aukist þurfi stundum að bregðast við með þessum hætti. Til að mynda hafi verið sendur út aukavagn á leið 57 sem fer norður á Akureyri um helgina vegna mikils álags. Þá hafi verið sendur út aukavagn þegar litahlaupið Color Run fór fram í júní.

Um er að ræða stærsta skáta­mót sem fram hef­ur farið á Íslandi og stærsta mót á veg­um heims­hreyf­ing­ar­inn­ar fyr­ir þetta ald­urs­bil. Mótið hefst í Laug­ar­dals­höll á morgun og verður því slitið 2. ág­úst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert