Skjálfti upp á 4,5 í Kötlu

Katla er virk eld­stöð und­ir Mýr­dals­jökli.
Katla er virk eld­stöð und­ir Mýr­dals­jökli. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 varð í Kötlu nú á ellefta tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst vel í Mýrdal og í Skaftártungu að sögn heimamanna.

Eru skjálftarnir sagðir hafa verið tveir, 4,5 og 3,2, en sérfræðingur Veðurstofunnar gaf stærð skjálftans nú fyrr í kvöld upp sem 3,7, en sú tala hefur nú verið uppfærð á vef Veðurstofunnar. 

Sérfræðingur á skjálftavakt Veðurstofunnar telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af skjálftanum í Kötlu nú í kvöld. Töluvert alengt sé að Katla fari að hrista sig í júlí, þegar fer að hitna og jökullinn að bráðna.

Engin tengsl séu þá á millli skjálftans í Kötlu nú í kvöld og skjálftavirkninnar sem hefur verið á Reykjanesskaga í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert