Expo-skálinn opnar dyrnar

mbl.is/Júlíus

Tónlistarhúsið Harpa og Sagafilm leiða saman hesta sína og bjóða fólki að heimsækja Expo-skálann í Hörpu alla daga í júlí og ágúst milli 10:30 og 17:30.

Almennt miðaverð er 1.500 krónur en nemendur, eldri borgarar og öryrkjar greiða 1.250 krónur. Ókeypis er inn fyrir börn undir 16 ára.

Expo-skálinn var fyrst settur upp á heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010 og var endurreistur sem landkynning Íslands á bókamessunni í Frankfurt ári seinna. Þá var hann sömuleiðis settur upp í Hörpu árið 2012 og Brimhúsinu 2013.

Í skálanum verður sýnd 15 mínútna kvikmynd sem Sagafilm framleiðir. Um þrjár milljónir manna hafa séð myndina en markmið hennar er að gestir fái að upplifa Ísland í návígi en íslensk náttúra er í forgrunni.

Sýningin verður áfram í vetur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert