Óvissa með laxaseiðaeldisstöð á Kópaskeri

Áhættumat Hafró setur stórt strik í reikninginn á Kópaskeri.
Áhættumat Hafró setur stórt strik í reikninginn á Kópaskeri. mbl.is/Helgi Bjarnason

Byggðaráð Norðurbyggðar hefur samþykkt aðal- og deiliskipulag vegna uppbyggingar á seiðaeldisstöð á Röndinni á Kópaskeri. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði á fundi sínum að uppbygging fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni væri líkleg til að styrkja byggð á Kópaskeri.

Fiskeldi Austfjarða stendur fyrir laxaseiðaeldisstöðinni. Áætlað er að hún veiti 10-20 manns atvinnu auk afleiddra starfa.

Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, segir að hugmyndin sé að framleiða seiðin á Kópaskeri og flytja þau til eldisstöðva á Berufirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Nýlegt áhættumat Hafrannsóknastofnunar um laxeldi í sjó gæti hins vegar haft áhrif á þessi áform, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert