Tveir buðu í veg við Dettifoss

Dettifoss.
Dettifoss. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni í gerð Dettifossvegar, frá Dettifossvegi vestri og norður fyrir Súlnalæk.

Tvö tilboð bárust í verkið. Þ.S. verktakar ehf. á Egilsstöðum buðu tæpar 470 milljónir. Var það tæpum 60 milljónum yfir áætluðum verktakakostnaði sem var tæplega 411 milljónir. Íslenskir aðalverktakar buðust til að vinna verkið fyrir 593 milljónir.

Verkið felst í lagningu burðarlags og klæðingar á 7,72 kílómetra kafla, nýbyggingu vegar með klæðingu á 2,7 km kafla og nýbyggingu vegar upp að burðarlagi á 3,4 km kafla. Heildarlengd útboðskaflans er 13,82 kílómetrar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert