Urðu næstum fyrir heyrúllum á Mývatni

Litlu munaði að slys hefðu orðið þegar tvær heyrúllur rúlluðu …
Litlu munaði að slys hefðu orðið þegar tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls. Ljósmynd/Særún Kristinsdóttir

Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývatn fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum. 

Særún Kristinsdóttir og Fanney voru á leið frá Keflavík til Reyðarfjarðar og segir Særún förina hafa verið skrautlega. Tvisvar hafi þær þurft að nauðhemla vegna bifreiða sem komu á móti þeim vegna framúraksturs og svo hafi þær verið nálægt því að lenda fyrir heyrúllunum á Mývatni. Þær þurftu svo að ýta heyrúllunum út fyrir veginn til þess að geta haldið áfram för.

„Ef við hefðum ekki verið að fara að stoppa hefðum við kannski verið nær bílnum,“ segir Særún og bætir við að litlu hefði munað að slys yrði. „Þetta er búin að vera mjög viðburðarík keyrsla, okkur leist ekkert á þetta,“ segir Særún að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert