Verði dýpið til vandræða geti ferjan aðstoðað

Gunnlaugur segir að verði dýpið við Landeyjarhöfn til frekari vandræða ...
Gunnlaugur segir að verði dýpið við Landeyjarhöfn til frekari vandræða geti ferjan aðstoðað við fólksflutning til Vestmanneyja. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Að sögn rekstrarstjóra Eimskips, Gunnlaugs Grettissonar, getur ferjan Akranes höndlað dýpið við Landeyjarhöfn jafnvel betur en Herjólfur. Undanfarið hafi dýpið á svæðinu minnkað og því hafi Herjólfur þurft að fresta ferðum.

Þá geti ferjan aðstoðað um verslunarmannahelgina, ef þörf krefur. Eimskip hafi nýlega látið Samgöngustofu vita af þessu en hann geti ekki sagt til um hvort það breyti nokkru. Gunnlaugur segist auk þess ekki átta sig á því af hverju ferjunni var meinað að sigla leiðina.

Frétt mbl.is: Vill að bærinn leigi ferju fyrir Þjóðhátíð

Akranesferjan  hefur verið í tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur í sumar. Samgöngustofa hafnaði nýlega beiðni Eimskips um að fá að sigla ferjunni til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Var beiðninni hafnað á þeim forsendum að ferjan uppfylli ekki kröfur til að sigla leiðina. Leiðin milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar tilheyrir aftur á móti sama hafsvæði og föst leið ferjunnar milli Akraness og Reykjavíkur; hafsvæði C.

Ristir minna en Herjólfur

Í samtali við mbl.is segir Gunnlaugur að dýpið í Landeyjarhöfn hafi undanfarið verið til vandræða.

„Dýpið hefur grynnkað og við erum að fella niður ferðir hjá Herjólfi út af því núna. Felldum meira að segja fjórar ferðir niður í gær,“ segir hann. Óvíst sé hvort dýpið haldi áfram að minnka fyrir Þjóðhátíð en í þeim aðstæðum gæti Akranes flutt fólk á milli. Ferjan höndli dýpið betur en Herjólfur enda aðeins farþegaskip. „Hún ristir miklu, miklu minna enda miklu minna skip,“ segir Gunnlaugur. Herjólfur risti 4,3 metra en ferjan aðeins 1,5 metra.

Ferjan geti því aðstoðað ef til þess kæmi.

„Það er nýtilkomið og hafði svo sem ekkert með þessa tilteknu ósk að gera en það gat verið aukaafurð að fá þessa heimild; að geta þá aðstoðað ef það kæmi til þess,“ segir Gunnlaugur. Að hans sögn hefur Eimskip upplýst Samgöngustofu um dýpið. Hann segist þó ekki gera sér grein fyrir hvort það hafi einhver áhrif á umsókn þeirra.

Vita ekki hvað vantar upp á

Gunnlaugur segist ekki vita hvaða skilyrði vanti upp á til að fá að sigla. „Ég taldi að þar sem að við værum komin með heimild til að sigla á þessu hafsvæði að það væri þá fyrst og fremst ákveðið formsatriði að tilkynna að við værum að fara sigla þarna,“ segir Gunnlaugur. „Við vitum ekki alveg hvað það er sem hún er ekki að uppfylla. Við eigum eftir að fá það fram,“ bætir hann við.

Að sögn Gunnlaugs þótti honum afar leitt að fá ekki að sigla leiðina, þar sem það hefði verið spennandi að sjá hvernig bátur sem þessi, sem væri ákaflega vel búinn, tæki sig út við hlið Herjólfs. Það geti vel verið að það verði hluti af framtíðarsamgöngum landsins.  

Í svari Samgöngustofu til mbl.is segir að ferjan hafi verið skráð á Íslandi á þeim forsendum að um tímabundið tilraunaverkefni væri að ræða á afmarkaðri siglingaleið. Ástæða þess að ferjan fái ekki að sigla sé að hún uppfylli ekki allar viðeigandi kröfur fyrir háhraðaför, sem séu innleiddar í íslenskan rétt með EES-samningnum. Tilgreindi Samgöngustofa ekki nánar hvaða kröfur það væru. 

Uppfært kl. 15.39:

mbl.is hefur borist eftirfarandi svar frá Samgöngustofu um það hvaða kröfur það eru sem Akranes uppfyllir ekki til að sigla milli lands og Eyja.

„Skipið er ekki með s.k. háhraðaskírteini (High Speed Certificate) sem vísar í alþjóðlegar kröfur um háhraðaför. Það varðar ýmsan búnað. Þær kröfur eru mismunandi eftir því hvenær skipin (háhraðaför í þessu tilviki) eru smíðuð.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mótorhjólaslys og reiðhjólaslys með stuttu millibili

20:30 Slökkviliðið var kallað tvisvar út um klukkan sjö í kvöld, annars vegar vegna mótorhjólaslyss í Boröldu og hins vegar vegna reiðhjólaslyss í Lækjarbotnum ekki langt frá. Meira »

Þaulvanur hrútaþuklari

20:18 Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Sauðfjárbóndinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum á Ströndum bar sigur úr býtum í flokki vanra þuklara. Meira »

Hálfdrættingur í fjárframlögum

19:37 „Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í kjölfar ársfundar HÍ, sem haldinn var í dag. Því beri þó að gleðjast yfir að Háskólinn sé nú kominn á lista yfir 500 bestu háskólana. Meira »

Vörður samþykkir leiðtogaprófkjör

19:06 Leiðtogaprófkjör verður haldið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Breytingatillaga sem Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lagði fram á fjölmennum fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálftæðisfélaganna í Reykjavík, var samþykkt nú síðdegis. Meira »

Nýjar myndavélar á Grindavíkurvegi

18:46 Vegagerðin bindur vonir við að strax á næsta ári verði teknar í notkun myndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja á sex til sjö kílómetra kafla á Grindavíkurvegi. Þetta segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is. Meira »

Með rætur í matjurtagarði

18:20 Ungt og kraftmikið athafnafólk, Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, settist að á Þórshöfn í fyrra. Bæði ólust upp í sveit. Sara settist barnung með foreldrum sínum að í Akurseli, þar sem þau hófu gulrótarækt í stórum stíl fyrir 18 árum. Núna sjá þau Sara og Árni um grænmetisvinnsluna á Þórshöfn. Meira »

Breytt áform um hótel á Grensásvegi

17:59 Kvikmyndaskóli Íslands verður áfram til húsa á Grensásvegi 1, að minnsta kosti næsta árið, eftir að áform um að rífa húsið í sumar vegna byggingar 300 herbergja hótels gengu ekki eftir. Meira »

Hjartasteinn framlag Íslands

18:08 Kvikmyndin Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar verður framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þetta var tilkynnt í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi, það gerðu SKAM-stjörnurnar Tarjei Sandvik Moe og Iman Meskini. Meira »

„Mjög brýnt“ að handtaka skipverjana

17:35 Jón H.B. Snorrason, sem gegndi stöðu aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma sem leitin að Birnu Brjánsdóttur fór fram í janúar síðastliðnum, taldi brýnt að koma höndum yfir sjómenn um borð í togaranum Polar Nanoq sem grunaðir voru um að tengjast hvarfi Birnu. Meira »

Breiðdalsvík rafmagnslaus í sjö tíma

17:20 „Það er afleitt að þurfa að óttast það að verði rafmagnslaust tímum saman. Þetta var mjög langur tími, frá klukkan hálfþjú til klukkan að verða hálftíu,“ segir Hákon Hansson, oddviti sveitarstjórnar Breiðdalshrepps, í samtali við mbl.is. Vararafstöð var ekki tiltæk. Meira »

Sveinn Gestur áfram í varðhaldi

16:46 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Sveini Gesti Tryggvasyni. Honum er gefið að sök að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar í Mosfellsdal í júní. Meira »

Barnið sat þar sem ráðist var á Birnu

16:46 „Stráknum mínum fannst skrítin lykt í bílnum, en ég tók ekki eftir neinu,“ sagði Freyr Þórðarson, sem leigði rauðu Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller Ol­sen og Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen höfðu á leigu nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, eftir að skipverjarnir skiluðu bílnum. Meira »

Tillagan algerlega óútfærð

16:44 „Mér þykir þessi framganga ríma illa við áherslur Sjálfstæðisflokksins á að treysta beri einstaklingnum og standa vörð um frelsi hans,“ segir Arndís Kristjánsdóttir, formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Vilja tala við þann sem var ógnað

16:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af manninum sem var ógnað með skammbyssu fyrir utan Ölhúsið við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði á föstudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »

Fingrafar Thomasar á ökuskírteininu

15:55 Fingrafar Thomas­ar Møller Ol­sen fannst á ökuskírteini Birnu Brjánsdóttur sem sent var til rannsóknar á glæpadeild norsku lögreglunnar Kripos eftir að það fannst um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í janúar. Meira »

„Við auðvitað stöndum við samninga“

16:35 „Við auðvitað stöndum við samninga, það er algjör eining um það,“ segir fjármálaráðherra. Mikilvægt sé að horfa til lausna til framtíðar hvað varðar þann vanda er steðjar að sauðfjárrækt í landinu. Meira »

„Viljum hafa allt uppi á borðum“

16:15 „Við fórum yfir þetta hjá okkur og töldum öll framlög sem við þáðum vera lögum samkvæmt og skiluðum því inn til Ríkisendurskoðunar sem að gerði engar athugasemdir við þetta,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Fengu annað álit sérfræðinga í Noregi

15:46 Þrír lögreglumenn, sem komu að rannsókn á fingraförum sem fundust á ökuskírteini Birnu Brjánsdóttur, báru vitni fyrir dómi nú fyrir skömmu. Samkvæmt fingrafarasérfræðingi hjá tæknideild lögreglunnar voru ekki til staðar nógu mörg einkenni í fingraförunum til að þau væru nothæf. Meira »
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 321.300,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
BEYGJANLEGUR HARÐVIÐUR
T.d. á hringstiga og annað bogið, http://www.youtube.com/watch?v=Xh2eO_RaxnQ www...
Harðviður til Húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
HANDRIÐ _ SMÍÐUM OG SETJUM UPP
Þú finnur yfir 1000 myndir á FACEBOOK-síðunni okkar, Magnús Elías / Mex bygginga...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...