350 manna leifturlýður í miðbænum

350 manns tóku þátt í dansinum í miðbæ Reykjavíkur í …
350 manns tóku þátt í dansinum í miðbæ Reykjavíkur í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 350 manns tóku þátt í leifturlýð (e. flash mob) í miðbæ Reykjavíkur í dag. Gjörningurinn var skipulagður af Götuleikhúsi Reykjavíkur og tóku skátar frá 60 löndum þátt í dansinum. 

Atriðið nefnist „Annar dagur af sól“ og er vísun í upphafsatriði kvikmyndarinnar La La Land. Leikstjóri er Jón Gunnar hjá Götuleikhúsinu og danshöfundur Guðmundur Elías Knudsen.

Skátarnir sem tóku þátt í leifturlýðnum eru hér á stærsta skátamóti sem hefur verið haldið á Íslandi.

Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og smellti af nokkrum skemmtilegum myndum. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert