3 ferðamenn týndir í Lónsöræfum

mbl.is/Eggert

Á ellefta og tólfta tímanum nú í kvöld voru björgunarsveitir af Suður- og Austurlandi boðaðar út vegna tveggja aðskildra verkefna.

Annars vegar er ferðarmaður í vanda á Síðujökli þar sem mikill vindur er nú. Hann hafði ráðgert að tjalda á jöklinum í nótt en lenti í vandræðum vegna veðurs og náði að óska eftir aðstoð í gegnum neyðarsendi.

Hins vegar eru þrír ferðamenn týndir í Lónsöræfum, en þar er einnig þó nokkur vindur og þoka.

Hópar frá Suðurlandi eru lagir af stað úr bækistöð og verið er að skipuleggja verkefnin að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert