Auglýsir fjögur prestsembætti laus til umsóknar

Staða dómkirkjuprests er laus til umsóknar.
Staða dómkirkjuprests er laus til umsóknar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Biskup Íslands hefur auglýst laus til umsóknar þrjú prestembætti og eitt embætti sóknarprests hjá þjóðkirkjunni.

Um er að ræða embætti prests við Dómkirkjuna í Reykjavík, Keflavíkurkirkju í Kjalarnessprófastsdæmi og Lindakirkju í Kópavogi. Skipað er í embættin til fimm ára frá 1. október nk. Þá hefur biskup auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Hofsprestakalli, í Vopnafirði. Skipað er í embættið frá 15. október 2017 til fimm ára.

Umsóknarfrestur um öll prestsembættin rennur út um miðjan næsta mánuð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert