Dómstólar og samfélag taki afstöðu

Gangan verður tileinkuð baráttunni gegn stafrænu kynferðisofbeldi.
Gangan verður tileinkuð baráttunni gegn stafrænu kynferðisofbeldi. mbl.is/Árni Sæberg

Lögð verður áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi í Druslugöngunni á morgun, laugardag, að sögn Helgu Lindar Mar en hún er ein af ellefu í skipulagskjarna göngunnar í ár.

„Göngufólk krefst þess að dómstólar og samfélagið taki afstöðu og líti á stafrænt kynferðisofbeldi með sama hætti og önnur ofbeldisbrot. Við viljum útrýma orðum eins og hefndarklám og hrelliklám,“ segir Helga.

Í umfjöllun um druslugönguna í Morgunblaðinu í dag bendir hún á að glæpurinn sé ekki fólginn í því að taka af sér nektarmynd og senda kærasta eða kærustu heldur er hann fólginn í því að síðar verði mynd dreift án leyfis – það er stóri glæpurinn að hennar sögn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert