„Greiðum þegar í sköttum okkar fyrir RÚV“

Ekki er lengur hægt að móttaka sjónvarpsútsendingar um örbylgjuloftnet.
Ekki er lengur hægt að móttaka sjónvarpsútsendingar um örbylgjuloftnet. Ljósmynd/Wikipedia

„Hví er verið að innheimta fyrir að geta nálgast það efni sem við nú þegar greiðum fyrir?“ spyr Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.

Í sumar lokaði Vodafone fyrir end­ur­varps­stöðvar sem hingað til höfðu dreift sjón­varps­út­send­ing­um yfir ör­bylgju á höfuðborg­ar­svæðinu í samræmi við stefnu og ákvarðanir Póst- og fjarskiptastofnunar. Við því voru ekki allri búnir, einkum margt eldra fólk, sem í gegnum árin hefur móttekið sjónvarpsútsendingar um örbylgjuloftnet.

Þrátt fyrir breytingarnar geta not­end­ur áfram tekið við út­send­ing­um um loft­net en til þess þarf UHF-loft­net í stað ör­bylgju­loft­nets. Þá fá margir sjónvarpsútsendingar í gegnum net- og sjónvarpsáskriftarleiðir hjá fjarskiptafyrirtækjum en slíka þjónustu hafa ekki allir not fyrir að sögn Gísla.

Hann segir það að greiða þurfi aukalega fyrir þjónustu til að hafa aðgang að útsendingum Ríkisútvarpsins sé eins og ef innheimtir væru vegatollar vegna umferðar á þjóðvegum landsins. Þá hafi því verið ábótavant að breytingarnar væru kynntar fyrir notendum og oftar en ekki hafi eldra fólki verið beint í áskriftarleiðir og borgi fólk því gjarnan fyrir þjónustu sem það þurfi ekki á að halda.

Ekki allir meðvitaðir um aðrar lausnir

„Mér finnst eins og það sé eiginlega verið að innheimta eins konar vegatolla af fólki,“ segir Gísli. „Við greiðum nú þegar í sköttum okkar fyrir Rúv, fyrir það að eiga möguleika á því að njóta sjónvarps- og útvarpssendinga, en eins og þetta er sett upp núna að þá þarf að greiða viðbótarkostnað sem er margfaldur kostnaðurinn við það raunverulega að ná eða njóta sjónvarpsefnisins,“ segir Gísli.

Áréttar hann að enn sé hægt að fá sjónvarpsútsendingar í gegnum annars konar loftnet en um það séu ekki allir meðvitaðir og greiði þess í stað há áskriftargjöld fyrir myndlykla og aðra þjónustu sem fylgi pakkanum, á sama tíma og það eina sem fólk leiti eftir sé að hafa aðgang að þjónustu sem það þegar greiði fyrir með útvarpsgjaldi.

„Með myndlyklunum er verið að setja ákveðið millistykki þarna á milli og það er verið að rugla þá raunverulega saman alls konar annarri þjónustu, allt öðrum pökkum, auðvitað er þetta þekkt í öllum bransa,“ segir Gísli.

Hefði mátt vera betur kynnt

„Ég held að þeir séu nú búnir að viðurkenna það eftir að ég hóf máls á þessu að það hefði átt að kynna þetta mikið betur,“ segir Gísli, en hann vakti athygli á málinu í samtali við Rúv fyrr í sumar. Í kjölfarið hafi Vodafone sagst hafa reynt eftir bestu getu að upplýsa notendur um breytingarnar en erfitt væri að tryggja að skilaboðin næðu til allra. Gísli gefur lítið fyrir þá útskýringu.

„Það er náttúrlega bara léleg afsökun, auðvitað veistu alveg hverjir eru áskrifendur þínir,“ segir Gísli. „Það hefði átt að kynna þetta miklu betur vegna þess að það var ekkert sem lá á að gera þetta og það eru til aðrar leiðir,“ bætir hann við.

Í frétt á vef Rúv í dag segir Gunnar Örn Guðmundsson, forstöðumaður tæknisviðs RÚV, að hægt sé að tryggja áframhaldandi aðgengi að útsendingum með lítilli fyrirhöfn. „Það þarf bara einfaldlega að skipta um loftnet, fá sér gamla góða UHF-greiðu,“ er haft eftir Gunnari Erni á vef Rúv. 

mbl.is

Innlent »

„Þeirra er ábyrgðin“

17:37 Formaður Rafiðnaðarsamband Íslands segir hjákátlegt að fylgjast með ráðherrum ríkisstjórnarinnar og fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vara við því að flugvirkjar fái 20 prósenta launahækkun, því þá muni allt fara á hliðina. Meira »

„Þú vildir þetta, þú veist það“

17:23 Karlmaður var á föstudag fundinn sekur um að hafa nauðgað stúlku á heimili hennar árið 2016. Hvorugt þeirra hafði náð 18 ára aldri á þeim tíma. Var hann dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi ásamt því að greiða henni 1,5 milljón í miskabætur. Meira »

Gríðarlegur fjöldi bíður svara

16:20 Gríðarlegur fjöldi fólks bíður nú eftir afgreiðslu á söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Isavia hefur kallað út auka mannskap til þess að reyna að sinna fólkinu sem bíður þess að fá svör frá Icelandair. Meira »

Var sagt að redda sér sjálf

16:05 Hljómsveitin amiina og fjölskyldumeðlimir þeirra eru strand í Munchen eftir að flugi þeirra var aflýst vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair. María Huld Markan Sigfúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar segir Icelandair hafa fullvissað sveitina um að þau þyrftu ekki að taka fyrra flug. Meira »

Boðað til fundar hjá ríkissáttasemjara

15:48 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair munu hittast á ný á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag, en samninganefndirnar funduð til klukkan þrjú í nótt, þegar uppúr viðræðunum slitnaði. Verkfall flugvirkja hófst klukkan sex í morgun. Meira »

Búast má við hláku og vatnavöxtum

15:27 Búast má við talsverðri hláku á landinu næsta einn og hálfan sólarhringinn. Sunnan- og suðaustanlands verður talsverð rigning í nótt og aftur mikil rigning annað kvöld. Þar fellur úrkoman að miklu leyti á frostkalda jörð sem getur valdið því að vatn safnast fyrir, t.d. í dældum í landslagi og á vegum. Meira »

Var bara tilkynnt niðurstaðan

11:59 Ákveðið hefur verið að leggja niður Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi (GET), sem starfað hefur innan heilsugæslunnar undanfarin fimmtán ár. Forstöðumaður teymisins segir um mikla afturför að ræða og stór hópur muni líða fyrir ákvörðunina. Meira »

Kvörtunum rignir yfir Icelandair

13:21 Ósáttir farþegar Icelandair kvarta nú sáran á samfélagsmiðlum vegna áhrifa verkfallsaðgerða flugvirkja á ferðaáætlanir þeirra. Margir leita einfaldlega svara. Meira »

„Feginn að þú ert ekki forstjóri“

11:51 100 milljarðar í innviðauppbyggingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hét fyrir síðustu kosningar munu skila sér. Þetta sagði Páll Magnússon í þættinum Silfrinu. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins voru til umræðu og sagðist Páll telja Landspítalann fá of mikið í nýju fjárlagafrumvarpi. Meira »

„Verða að ná saman í dag“

11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Fyrrum fangar fá aðstoð

11:10 Rauði krossinn og Fangelsismálastofnun gerðu í gær með sér samstarfssamning um aðstoð sjálfboðaliða við einstaklinga sem brotið hafa af sér, eftir að afplánun refsivistar í fangelsum líkur. Um er að ræða útvíkkun á heimsóknarþjónustu Rauða krossins. Meira »

Með 80 þúsund í heildartekjur á mánuði

10:53 „Við erum jafnvel með fólk sem er að fá 80.000 í heildartekjur á mánuði og ekkert annað,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í þættinum Sprengisandi nú í morgun. „Við verðum að finna leiðir með stjórnvöldum til að bæta þetta, því það getur enginn lifað á þessu.“ Meira »

Rólegt andrúmsloft í Leifsstöð

10:18 Engin örtröð ríkir í Leifsstöð, þrátt fyrir miklar raskanir á öllum leiðum Icelandair sökum verkfalls flugvirkja. Gert er ráð fyrir frekari röskunum seinna í dag en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni enn sem komið er. Meira »

Leita að næsta „fidget spinner“

09:15 „Við hörmum þá umræðu sem fram hefur farið undanfarna daga um störf okkar,“ segir í yfirlýsingu frá jólagjafaráði jólasveinanna sem send var á fjölmiðla í morgun. Jólagjafaráð er skipað fulltrúum jólasveinanna og sendir frá sér hugmyndir að gjöfum í skóinn fyrir hver jól. Meira »

Ágætt vetrarveður í dag en lægir á leiðinni

08:22 Útlit er fyrir ágætis vetrarverður í dag, með fremur hægum vestanvindi og dálitlum él sunnan- og vestanlands og hita kringum frostmark víðast hvar á landinu. Suðvestan- og vestanátt og stöku él, verður á landinu en allhvasst fyrir austan framan af morgni áður en léttir til þar. Meira »

Áform um íbúðir við flugvöllinn í Vatnsmýri

09:42 Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur auglýst til kynningar forsögn að deiliskipulagi lóðar við Þjórsárgötu í grennd við flugvöllinn í Skerjafirði. Þarna er áformað að rísi íbúðarhús. Meira »

Eldur í bíl í Hafnarfirði

08:38 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um þrjúleytið í nótt eftir að tilkynning barst um eld í bifreið á bílastæði Húsasmiðjunnar í Helluhrauni. Töluverður eldur var í bílnum þegar slökkvilið kom á svæðið. Meira »

Þjófurinn gæddi sér á afgöngunum

07:32 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í Bústaðahverfinu um þrjúleytið í nótt. Húsráðandi, sem hafði verið sofandi, vaknaði við læti í eldhúsinu hjá sér og fór að kanna hvað ylli. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
Jólakort til styrktar langveikum börnum
Bumbuloní Jólakort og Merkimiðar. Allur ágóði rennur til styrktar fjölskyldum l...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
 
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...