Þarf að bíða í viku til að kæra

Myndin sýnir áverkana sem maðurinn fékk við árásina, en hann …
Myndin sýnir áverkana sem maðurinn fékk við árásina, en hann var fluttur á slysadeild.

Karlmaður á fertugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás í Reykjavík á miðvikudag, þarf að bíða í átta daga eftir að komast að hjá lögreglu til að geta lagt fram kæru.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið upp tímapantanakerfi en áður gat fólk gengið inn á lögreglustöð og lagt fram kæru, svo fremi sem fulltrúi var við.

Maðurinn var á ferð á reiðhjóli á heimleið úr líkamsræktarstöð í Breiðholti um klukkan fjögur síðdegis er annar hjólreiðamaður vatt sér að honum, bað hann að stöðva hjólið og sló hann í kjölfarið í höfuð með hjólalás, að því er virðist að tilefnislausu. Fékk hann stóran skurð á höfuðið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert