Erfitt hjá bændum og sláturleyfishöfum

Birgðir kindakjöts hrúgast upp.
Birgðir kindakjöts hrúgast upp. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Útflutningur á kindakjöti hefur undanfarin ár skilað miklu minni tekjum en áður auk þess sem birgðir hafa safnast upp í landinu, mörg hundruð tonn.

Sauðfjárbændur og sláturleyfishafar horfa fram á enn aukna erfiðleika, því búast má við að sláturleyfishafar greiði bændum sama verð fyrir dilkana í haust og þeir gerðu í fyrra, en þá lækkaði verð á dilkakjöti mikið.

Hugmyndir Kjarnafæðis, sem á og rekur SAH-afurðir á Blönduósi, ganga m.a. út á að SAH-afurðir greiði sama verð og gert var í fyrra en þá lækkaði verðið verulega. Auk þess gera þær ráð fyrir að greiðslu SAH fyrir 65% innlagnar sauðfjárbænda verði dreift í fjórar greiðslur á níu mánaða tímabili. Greiðslur fyrir 35% innlagnar verði ekki inntar af hendi fyrr en kjötið hafi verið selt ef miðað er við útflutningsskyldu.

Rætt er við Oddnýju Steinu Valsdóttur, formann Landssamtaka sauðfjárbænda, og Steinþór Skúlason,varaformann Landssamtaka sláturleyfishafa, í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert