Færri bókanir en 2016

Staðan hefur breyst hjá Íslandshótelum.
Staðan hefur breyst hjá Íslandshótelum.

Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir útlit fyrir færri bókanir í ár en í fyrra. Spár um vöxt milli ára muni að óbreyttu ekki rætast. Íslandshótel eru stærsta hótelkeðja landsins. Hótelin eru 17, þar af 11 á landsbyggðinni.

„Það hefur hægt á vextinum. Á sama tíma í fyrra höfðum við áhyggjur af því hvernig við ættum að takast á við aukninguna. Það vandamál leystist af sjálfu sér með sterku gengi. Það er verri bókunarstaða en á sama tíma í fyrra, bæði í júlí og ágúst. Við fáum líka minna fyrir söluna í evrum,“ segir Ólafur í fréttaskýringu um uppbyggingu hótela í Morgunblaðinu í dag.

Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri og eigandi CenterHotels-keðjunnar, segir greinilegt að farið sé að hægja á örum vexti greinarinnar. Kostnaður við að sækja gesti sé að aukast og dvöl þeirra að styttast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert