Félagslegt húsnæði í smáhýsi

Smáhýsi verða reist á næstunni undir þá verst settu í …
Smáhýsi verða reist á næstunni undir þá verst settu í Sandgerðisbæ. mbl.is/Reynir Sveinsson

Sandgerðisbær hefur gert samning um kaup á fjórum smáhýsum sem nýta á sem félagslegt húsnæði.

Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Samfylkingarinnar í Sandgerði, segir að húsin séu hugsuð til bráðabirgða til að grynnka á biðlistum.

Í Reykjanesbæ er uppi sambærileg staða, en á vef bæjarins segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri að ekki sé hægt að tryggja meira af ódýru leiguhúsnæði eins og fjárhagsstaðan sé núna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Kjartani líst þó ekki á þá hugmynd að koma upp ódýru leiguhúsnæði líkt og stefnt er að í Sandgerði. „Ég er ekki viss um að svona lítil hús séu ásættanleg lausn,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert